Gögn í landeignaskrá byggja ýmist á innsendum, hnitsettum mæliblöðum frá sveitarfélögum eða eldri þinglýstum uppdráttum sem hefur verið varpað.
Um uppruna og nákvæmni hverrar afmörkunar segir í eigindum hennar undir "Um skráningu".
Athugið að loftmyndir og kort sem boðið er uppá sem undirlag geta innihaldið allt að 10m skekkju.
Landeignaskrá
Þessi vefsjá sýnir afmörkun þeirra landeigna sem færðar hafa verið inn í landeignaskrá HMS. Sem stendur er hér aðeins að finna lítinn hluta þeirra landeigna sem skráðar eru í fasteignaskrá, en hlutfallið fer ört stækkandi.
Ef landeignin sem þú vilt fá upplýsingar um á ekki afmörkun í þessari vefsjá er ástæðan líklegast önnur tveggja eftirfarandi:
Landeignin hefur enga skilgreinda afmörkun eða heimildir um afmörkun hennar eru aðeins varðveittar í rituðu máli, s.s. Landamerkjalýsingum.
Ekki hefur unnist tími til að færa afmörkun landeignar inn í landupplýsingagrunn HMS.
Nánari upplýsingar um skráningu landeigna, landamörk og afmörkun eigna má nálgast hér:
Hugtakið staðfang er nýyrði í íslensku (e. access address). Staðfang hefur að geyma bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu. Með lýsandi upplýsingum er til að mynda átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er að finna og við hvaða götu það er staðsett. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi. Staðfangaskrá inniheldur færslur fyrir yfir 95% allra skráðra fasteigna í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Flest staðföng svara til mannvirkja eða mannvirkjahluta. Þar sem ekkert mannvirki er á landeign, fær landeignin sjálf staðfang.
Í þessum grunni er að finna gögn frá árinu 2006 um landsvæði jarða sem safnað var í átaksverkefninu Nytjaland. Markmið verkefnisins var að meta stærð og gæði bújarða m.t.t. ræktanlegs lands og eru heimildir um legu landamerkja af ólíkum toga og misáreiðanlegar. Línurnar voru einnig dregnar upp með misnákvæmum aðferðum.
Athugið að línurnar hafa enga lagalega þýðingu og ber aðeins að taka þær sem vísbendingu fyrir frekari heimildaöflun. Þinglýst landamerkjabréf jarða má nálgast hjá viðkomandi sýslumanni.
Landupplýsingadeild HMS
Hefurðu spurningar eða athugasemdir?
Endilega hafðu samband við okkur með því að senda póst á hms@hms.is
Þekjur
Grunnþekjur
Athugið að loftmyndir og kort sem boðið er uppá sem undirlag geta innihaldið allt að 10m skekkju.
Þekjur
Landeignaskrá er aðalþekja korts og er ávallt sjáanleg.